57. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 30. apríl 2024 kl. 09:13


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:13
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:13
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:18
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:13
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:13
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:13
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:13

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Veru Dögg Guðmundsdóttur, Árna Pál Jónsson og Ester Ingu Sveinsdóttur frá Útlendingastofnun og Kára Hólmar Ragnarsson frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 10:28
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kára Hólmar Ragnarsson frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Þá óskaði Halldóra Mogensen eftir því að bókað yrði í fundargerð beiðni um að dómsmálaráðuneytið vinni mat fyrir nefndina á því hvernig frumvarpið samrýmist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi með tilliti til þess að hvergi kemur fram í frumvarpinu hvernig skrásetja eigi gögn, eyða skuli gögnum, aðgangsstýringu skuli háttað, o.s.frv.

4) 722. mál - útlendingar Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sverri B. Berndsen og Gísla D. Karlsson frá Vinnumálastofnun. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá Vinnumálastofnun á grundvelli 51. gr. þingskapa þar sem teknar yrðu saman upplýsingar um húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi og kostnað vegna þess.

5) 931. mál - skák Kl. 11:11
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 934. mál - námsstyrkir Kl. 11:11
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 11:12
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:18